1 kg. hveiti
150 gr. smjör brætt
250 gr. sykur
3 egg
4 tsk. lyftiduft og 2 tsk. matarsódi
1/2 glas kardimommudropar
1/2 glas vanilldropar
2 1/2 dl súrmjólk eða rjómi
Egg, sykur og brætt smjör er hrært saman í hrærivél. Þurrefnum er blandað saman við ásamt dropum og súrmjólk - og öllu hnoðað létt saman. Ekki hnoða of lengi þá getur deigið orðið seigt. Rúllað útí ferhyrning, ekki mjög þunnt, og kleinurnar skornar út. Steikt í Isio-olíu - ljósbrúnt.
Athuga þarf vel hitann á feitinni - ágætt að prófa hitann með litlum deigbitum.
No comments:
Post a Comment