17 November 2013

Brauðterta -gömul uppskrift úr Familie Journal

Franskbrauð - langskorið - 4 sneiðar án skorpu
skinka
rækjur
lifrarkæfa
sveppir - niðurskornir
majónes
rjómi - þeyttur
piparrót

Smyrjið þrjár brauðsneiðar með smjöri, dálítilli tómatsósu og sinnepi, og stráið yfir örlitlu salti.

Á neðsta lagið er sett fínt niðurskorin skinka, hrærð saman við þeyttan rjóma og piparrót.
Á næsta lag eru settar rækjur, hrærðar út í majónes og svolítið af þeyttum rjóma.
Á þriðja lagið er sett lifrarkæfa, hrærð saman við niðurskorna sveppi.
Lokið með brauðsneið, pakkið þétt inn í álpappír og svo klút og geymið í ísskáp yfir nótt.

Tertan er skorin í sneiðar (ekki of þykkar) áður en hún er borin fram.

No comments:

Post a Comment