Botn
125 gr haframjöl
50 gr sesamfræ
100 gr hunang
Brúnið haframjöl og sesamfræ á þurri pönnu (ekki of heitri) og hellið svo hunangi yfir.
Setjið í botn á smurðu formi.
Fylling
200 gr rjómaostur
3/4 sítróna
60 gr sykur
1 dl sýrður rjómi
1/4 l rjómi - léttþeyttur
3 matarlímsblöð
Hrærið vel saman osti, sítrónusafa, sykri og sýrðum rjóma.
Bætið þeytta rjómanum varlega út í ostablönduna ásamt bræddu matarlíminu.
Setjið fyllinguna yfir botninn.
Hlaup
250 gr rifsber
1 dl vatn
150 gr sykur
5 matarlímsblöð
Sjóðið vatn og sykur og hellið yfir rifsberin. Bætið þá matarlíminu í, kælið, og hellið yfir ostakökuna.
(Einnig má nota tilbúið rifsberjahlaup - sem þá er sett í pott ásamt dálitlu vatn og matarlími bætt í)
No comments:
Post a Comment