3 dl kúskús
Brot af kjúklingakraftsteningi
3 dl sjóðandi vatn
1 krukka grillaðar paprikur, t.d. frá Sacla, gróft saxaðar
1 krukka sætir tómatar, t.d. frá Sacla, gróft saxaðir
Handfyllir af ristuðum furuhnetum eða cashew-hnetum
1 dl ferskur parmesanostur, rifinn gróft
70 gr klettasalat
Safi úr 1 sítrónu
Svartur pipar
Olía af grilluðu paprikunum og sætu tómötunum eftir smekk
Setjið kúskús í stóra skál. Myljið brot af teningi yfir. Hellið sjóðandi vatni yfir og setjið álpappír eða lok yfir. Látið standa í 5 mín. Hrærir í af og til með gaffli. Setjið annað hráefni sem á að fara í salatið saman við og hrærið því saman við. Bragðbætið með pipar og olíunni af paprikunni og tómötunum.
No comments:
Post a Comment