03 January 2014

Kleinur


1 kg. hveiti
150 gr. smjör brætt
250 gr. sykur
3 egg
4 tsk. lyftiduft og 2 tsk. matarsódi
1/2 glas kardimommudropar
1/2 glas vanilldropar
2 1/2 dl súrmjólk eða rjómi

Egg, sykur og brætt smjör er hrært saman í hrærivél. Þurrefnum er blandað saman við ásamt dropum og súrmjólk - og öllu hnoðað létt saman. Ekki hnoða of lengi þá getur deigið orðið seigt. Rúllað útí ferhyrning, ekki mjög þunnt, og kleinurnar skornar út.  Steikt í Isio-olíu - ljósbrúnt.
Athuga þarf vel hitann á feitinni - ágætt að prófa  hitann með litlum deigbitum.

17 November 2013

Brauðterta -gömul uppskrift úr Familie Journal

Franskbrauð - langskorið - 4 sneiðar án skorpu
skinka
rækjur
lifrarkæfa
sveppir - niðurskornir
majónes
rjómi - þeyttur
piparrót

Smyrjið þrjár brauðsneiðar með smjöri, dálítilli tómatsósu og sinnepi, og stráið yfir örlitlu salti.

Á neðsta lagið er sett fínt niðurskorin skinka, hrærð saman við þeyttan rjóma og piparrót.
Á næsta lag eru settar rækjur, hrærðar út í majónes og svolítið af þeyttum rjóma.
Á þriðja lagið er sett lifrarkæfa, hrærð saman við niðurskorna sveppi.
Lokið með brauðsneið, pakkið þétt inn í álpappír og svo klút og geymið í ísskáp yfir nótt.

Tertan er skorin í sneiðar (ekki of þykkar) áður en hún er borin fram.

Smurbrauðsterta

1 langskorið, gróft brauð

Fylling
7 harðsoðin egg
200 gr reyktur lax
250 gr majónes (má líka blanda saman majónesi og grískri jógúrt)

Hrærið saman í blandara og smurt á milli sneiða.

Skreyting
4 harðsoðin egg -skorin í báta
200 gr reyktur lax

Utan á tertuna fer.
majónes, paprika, aspas, agúrka, steinselja, ólífur og annað sem ykkur dettur í hug

Majónesinu er smurt utan á tertuna og laxinn settur á. Eggjunum er raðað utan með tertunni. Majónesi er sprautað utan á tertuna og hún skreytt eftir smekk og hugmyndaflugi.

Tertan er geymd í ísskáp í sólarhring áður en hún er borin fram.

Ostakaka með rifsberjum

Botn
125 gr haframjöl
50 gr sesamfræ
100 gr hunang

Brúnið haframjöl og sesamfræ á þurri pönnu (ekki of heitri) og hellið svo hunangi yfir.
Setjið í botn á smurðu formi.

Fylling
200 gr rjómaostur
3/4 sítróna
60 gr sykur
1 dl sýrður rjómi
1/4 l rjómi  - léttþeyttur
3 matarlímsblöð

Hrærið vel saman osti, sítrónusafa, sykri og sýrðum rjóma.
Bætið þeytta rjómanum varlega út í ostablönduna ásamt bræddu matarlíminu.
Setjið fyllinguna yfir botninn.

Hlaup
250 gr rifsber
1 dl vatn
150 gr sykur
5 matarlímsblöð

Sjóðið vatn og sykur og hellið yfir rifsberin. Bætið þá matarlíminu í, kælið, og hellið yfir ostakökuna.
(Einnig má nota tilbúið rifsberjahlaup - sem þá er sett í pott ásamt dálitlu vatn og matarlími bætt í)

Súkkulaðimuffins


12 stk stór  - eða 20 lítil muffins

250 gr hveiti
1 tsk. matarsódi
225 gr sykur
40 gr kakó
1 tsk vanillusykur
100 gr brytjað súkkulaði
1 1/4 dl mjólk
90 gr bráðið smjör
2 1/2 dl AB-mjólk
1 egg

Allt sett í skál og hrært saman með skeið (ekki hræra í vél). Sett í muffinsform (12 stór eða 20 minni). Bakist við 200 gr í 15- 20 mínútur.

Hér er svo upphaflega uppskriftin

Jógúrtkökur Maríu

220 gr smjör - mjúkt
2 bollar sykur
3 egg
Smjör og sykur er hrært vel saman og svo er eggjunum bætt útí einu og einu

1 lítil dós kaffijógúrt
2,5 bollar hveiti (ca 250 gr)
100 gr suðusúkkulaði (smátt brytjað)
1/2 tsk matarsódi
1 tsk vanilludropar

Setjið í muffinsform, en fyllið þau ekki nema til rúmlega hálfs, og bakið við 200-220° í 10-20 mínútur. Úr uppskriftinni fást ca 50 kökur.

Kókosmjölstoppar frá Auðbjörgu

4 eggjahvítur
250 gr sykur
Stífþeytið

Blandið þá varlega út í
250 gr kókosmjöl
100 gr suðusúkkulaði (í litlum bitum)

Bakið við 150-200° í ca 12 mínútur. (Ath ekki of lengi)