31 August 2013

Kryddsíldarkartöflusalat

8-10 kryddsíldarflök
6-8 siðnar kartöflur (flysjaður og skornar í sneiðar)
2-3 lrauðlaukar - saxaðir
4 msk majónes
4 msk sýrður rjómi
4 msk grófkornað sinnep
1 msk sinnep
safi úr 1/2 sítrónu
rauðlaukur og agúrkusneiðar til skreytingar

Skerið síldarflökin í 1 sm bita
Hrærið saman majónesinu, sýrða rjómanum og sinnepinu. bætið sírópinu og sítrónusafnanum út í. 
Setjið kartölusneiðarnar, síldina og rauðlaukinn út í.
Hrærið öllu varlega saman.

Rommkúluterta Gróu

3 eggjahvítur 
200 gr sykur
2 bollar Rice Crispies
1 tsk lyftiduft

Þeytið saman eggjavítur og sykur, bætið við lyftidufti og svo Rice Crispies. Gerið tvo botna og bakið á 150°  í 45 mínútur.

Krem
  1. 100 gr rjómi
  2. 22 rommkúlur
  3. 100 gr rjómasúkkulaði
  4. 2 eggjarauður
  5. 1 banani
Hita rjóma, bræða rommkúlurnar og mylja  í heitum rjómanum. Rjómasúkkulaðinu bætt út í og látið bráðna. Þá er eggjarauðunum bætt út í.
Hræra öllu vewl saman og hella í kalda skál og hræra í 2-3 mínútur.

Taka annan botninn og skera 8-10 ro)mmkúlur, vökvinn er látinn á botninn og kúlurnar saxaðar fínt og stráð yfir botninn.  Einn banani skorinn og settur ofan á botninn, síðan hluti af kreminu, þeyttur rjómi settur á milli  (2 pelar -100 gr)
Vanilludropum og flórsykri  bætt í þeyttan rjómann. Hinn botninn settur ofan á og síðan er restin af kreminu sett ofan á botninn.

Frystið kökuna og takið úr frysti ca 1-2 klst áður en hún er borin fram

40 geira kjúklingur

1/2 bolli olívuolía
4 sellerístilkar
2 msk söxuð steinselja
1 msk estragon
1 kjúklingur í 8 bitum
salt, nýmalaður pipar
1/2 tsk múskat
40 hvítlauksrif (4-5 hvítlaukar)
1/2 dl koníak (eða hvítvín)

Hitið olíuna og mýkið selleríið, steinseljuna og estragonið í nokkrar mínútur. Stráið salti, pipar og múskati á kjúklingabitana og brúnið þá í olíunni. Setjið hvítlauakinn í pottinn og látíð krauma í nokkrar mínútur. Setjið í ofnfast fat (eða lok á pottinn) og bakið við 180°í ca klukkustusdund. Berið fram með salati og hrísgrjónum.

Kalkúnn með heslihnetu- og sveppafyllingu í púrtvínssósu að hætti EA (B/M)

Fyllingin er búin til kvöldið áður og soðið má útbúa með góðum fyrirvara, jafnvel daginn áður og geyma í kæli. Best er að skipta verkunum í fernt, útbúa fyllinguna fyrst, þá soðið, kalkúnninn og sósuna. Uppskriftin er fyrir 8-10 manns og er kalkúnninn uþb 4-5 kíló.

Fyllingin.
150 gr smjör
350 gr ferskir sveppir
200 gr laukur (smátt saxaður)
1 sellerístilkur (smátt saxaður)
1/2 búnt af steinselju (2 msk þurrkuð)
1 msk salvía krydd
300 g skinka (smátt söxuð)
100 gr heslihnetur (léttristaðar á þurri pönnu)
150 g (3 bollar) brauðteningr (án skorpu)
3 stór egg
2 dl rjómi
1/2 tsk salt
1 tsk ferskur, malaður pipar

Aðferð
Bræðið smjörið í stórum potti, látið grænmeti, steinselju, salvíu og skinku krauma þar til það er mjúkt. Bætið hnetum og brauðteningum út í og blandið vel saman við. Látið kólna lítillega í pottinum. Hrærið eggjum og rjóma saman , kryddið með salti og pipar og blandið saman við. Geymið fyllinguna í kæli til morguns. Má ekki setja í fuglinn fyrr en rétt áður en hann er steiktur og þá er saumað fyrir.

Soðið
Innmatur
50 gr smjör
1 gulrót (skorin í nokkra bita)
1 laukur (gróft skorinn)
1 sellerístilkur (bitaður)
1 l vatn
1 tsk piparkorn
1 tsk salt

Aðferð
Brúnið innmatinn og grænmetið í smjöri í stórum potti. Bætið vatni, salti og piparkornum í. Látið suðu koma upp og sjóðið svo við vægan hita í 2 1/2 klst. Fleytið ofan af af og til. Látið krauma án loks síðustu 30 mín og hækkið þá hitann aðeins. Ef soðið er ekki nógu bragðmikið má bæta það með kjúklingateningi. Látið soðið kólna, fleytið fitunni af og síið soðið en það er síðar notað í sósuna. Soðið má útbúa daginn áður og geyma í kæli.

Kalkúnninn
Hreinsið fuglinn og þerrið.  Niddið honum upp úr salti og pipar og troðið fyllingunni í hann. Setjið í 2-300°heita ofn, en lækkið í 180° eftir 30 mínútur. Steikið fuglinn í uþb. 40 mín á hvert kíló, penslið hann af og til með sjöri og ausið feitinn af fyglinum yfir hann. Notið kjötmæli til að vita hvenær hann er tilbúinn. Ágætt er að hafa álpappír yfir fuglinum þar til undiri lok steikingartímans svo hann brenni síður.

Sósa
100 gr smjör
100 gr hveiti
4-6 dl soð
2 tsk Dijon sinnep
2 dl púrtvín
2 dl rjómi
slat og pipar
koníak ef vill

Aðferð
Bakið upp sósu (smjör og hveiti)og þynnð með soðinu, jafnið út 1 dl í einu. Bætið sinnepinu út í, þá púrtvíninu og rjómanum smátt og smátt. Hrærið vel í á meðan. Kryddið með salti og pipar og hellið að síðustu steikingarsafanum af kalkúninum út í. Smáskvetta af koníaki setur punktinn yfir i-ið. Smakkið og bragðbætið eftir smekk.

Hnetu-ostakaka

Botn:
1 bolli mulið hafrakex
1/3 bolli púðursykur
50 gr brætt smör

Fylling:
200 gr rjómaostur
200 gr hnetusmjör (gróft)
1 bolli flórsykur
3 blá Toblerone, lítil
1 peli þeyttur rjómi

Rjómaostur, hnetusmjör og flórsykur þeytt saman. Tobleronið saxað og sett út í. Að síðustu er rjóminn settur varlega út í.

Ofaná:
150 gr gult Toblerone
1/2 peli rjómi
Hitað í pott, kælt og sett ofaná

Heitt grænmetispasta

Pasta að eigin vali  (skrúfur, skeljar slaufur, lengjur)soðið, ca 1 bolli af þurru pasta
1 bréf rifinn ostur

sjóðið grænmeti:
gulrætur  5-6 stk
blómkál
brokkolí

Steikið, svitið:
lauk 1 stk
sveppi 7-8 stk
papriku 1 stk

Sósa er búin til úr soðinu af grænmetinu, rjómaosti og krydduð eftir smekk.

Allt sett í eldfast fat (fyrst pasta, svo soðna grænmetið, þá það steikta, og að síðustu er sósan sett yfir) og bakað við 170°C í ca 20 mín.

Heitur brauðréttur

1/2 samlokubrauð, rifið niður og settí eldfast mót

1 box sýrður rjómi
3-4 msk majónes
1-2 tsk karrý
smá sveppasoð
Hrært saman og hellt yfir brauðið

1 bréf beikon, steikt í bitum
1 bréf skinka, skorin í bita
1/4 ds sveppir 
Sett yfir sósuna

1 geiri gráðostur rifinn yfir
1/2 ds ferskjur skornar og settar yfir gráðostinn

Að lokum er rifnum osti stráð yfir og paprikudufti sáldrað yfir ostinn

Hitað í 175°C í c 30 mínútur

Marensterta - Siggusæla

4 eggjahvítur
200 gr sykur ( til að bragðbæta kaffi)

Eggjahvítur og sykur eru stífþeytt. Lyftidufti og kornflexi blandað varlega útí.
Sett á bökunarpappír á ofnplötu og bakað við 110°C í um klukkustund.

Hrærið sýrða rjómann með kanil og hnetusýrópi. Sósan er látin standa í amk klukkustund áður en hún er sett yfri marensinn. Skreytið með berjum og súkkulaði