31 August 2013

Heitur brauðréttur

1/2 samlokubrauð, rifið niður og settí eldfast mót

1 box sýrður rjómi
3-4 msk majónes
1-2 tsk karrý
smá sveppasoð
Hrært saman og hellt yfir brauðið

1 bréf beikon, steikt í bitum
1 bréf skinka, skorin í bita
1/4 ds sveppir 
Sett yfir sósuna

1 geiri gráðostur rifinn yfir
1/2 ds ferskjur skornar og settar yfir gráðostinn

Að lokum er rifnum osti stráð yfir og paprikudufti sáldrað yfir ostinn

Hitað í 175°C í c 30 mínútur

No comments:

Post a Comment