07 September 2013

Hrákaka


Botn
300 gr möndlur, malaðar í matvinnsluvél
200 gr mjúkar döðlur. Ef döðlurnar eru ekki mjúkar má setja þær í volgt vatn í 10-15 mín, og hella svo vatninu af
1 1/2 dl kakó

Blandið möndlumjöli, söxuðum döðlum og kakói í matvinnsluvél.
Setjið deigið í pappírsklætt form, þjappið og setjið í frysti.

Krem
2 dl kasjúhnetur, sem lagðar hafa verið í bleyti (í köldu vatni í amk 6 klst)
1 dl kókosolía
1 dl agavesíróp, (eða hunang)
örlítið kakó (til að fá lit á kremið)
piparmyntudropar

2-3 bananar
100 gr 70 % súkkulaði, brætt yfir vatnsbaði

Malið hneturnar, bætið kókosolíunni og sírópinu við - og blandið þar til það er orðið mjúkt
Droparnir settir útí.

Takið botninn úr frysti og smyrjið kreminu á. Raðið sneiddum banönum yfir og hellið svo bræddu súkkulaðinu yfir. Berið fram - eða frystið til síðari nota.

Lifrarpaté

400 gr lambalifur
100 gr beikon
1/2 laukur
400 gr lambahakk
1 egg
2 1/2 dl rjómi (eða rjómablanda)
2 tsk kjötkraftur
1-2 hvítlauksgeirar  (smátt saxaðir)
1/2 tsk svartur pipar
1 tsk salt
1 dl haframjöl
2 msk heilhveiti

Lambalifur, beikon og laukur er maukað vel í matvinnsluvél. Maukið er sett í skál með lambahakki, eggjum og rjóma. Kryddi, haframjöli og heilhveiti er bætt í og blandað vel saman.
Setjið í vel smurt 1 1/2 l aflangt mót og bakið við 175° í uþb. 1 klst.

01 September 2013

Kleinur Lísu

12 bollar hveiti
8 tsk lyftiduft
3 1/2 bolli sykur
3 egg
1 lítri súrmjólk
150 gr smjörlíki, brætt og kælt
5 tsk kardimommudropar

Þurrefni eru sett í skál og hrist saman. Egg, súrmjólk, smjörlíki og kardimommudropum er hrært við. Þá er hveitinu bætt við, hnoðið lítið. 
Flatt út í ca 1/2 cm þykkt deig.

Brauðterta

brauðtertubrauð (4 sneiðar í hverri tertu)
skinka
grænn aspas
harðsoðin egg
majónes
eggjahvítur

Búið til salat úr skinku, aspas, eggjum og majónesi og smyrjið yfir brauðið.
Þeytið eggjahvítur, passlegt að hafa 5 eggjahvítur á 3 tertur, og smyrjið vel utan um tertuna

Hitið á litlum hita 100-150° í ca 45 mínútur

Brauðréttur frá Jórunni


8-10 franskbrauðssneiðar
1 pk skinka
1 ds grænn aspas
1 peli rjómi, þeyttur
3 egg
rifinn ostur

Franskbrauð (án skorpu) smurt með smjöri og sett í botninn á eldföstu formi.
Skinkustrimlar og grænn aspas settur ofan á.
Þeytið rjómann og bætið eggjunum út í, einu í einu. Hellið yfir brauðið í forminu. Rifinn ostur er settur yfir og bakað í ofni við 200° í ca 20 mín. Ágætt er að pikka réttinn með prjón/gaffli svo hann þorni fyrr.

Konfektterta Ingu ömmu


4 eggjahvítur
140 gr sykur (flórsykur ca 3 dl)
200 gr kókosmjöl (eða minna 140 gr)
1 tsk lyftiduft

Eggjahvítur og sykur þeytt saman, kókosmjöli og lyftidufti blandað varlega útí
Bakað við 170°C í 30-35 mínútur ef gerður er einn botn en í 25 mín ef þeir eru tveir.

Krem
4 eggjarauður
60 gr flórsykur
100  gr smjör
100 gr súkkulaði

Eggjarauður og sykur þeytt vel saman.
Smjör og súkkulaði brætt saman yfir gufu, hellt yfir eggjahræruna og þeytt vel í um leið.
Setjið kremið hálfkalt yfir tertuna.

Laxapaté

Soðinn lax 2-300 gr  (eða annar fiskur)
sítrónusafi
steinselja

1 ds sýrður rjómi
1 peli rjómi - þeyttur

Hlaup sett í heitt vatn ca 2 1/2 dl - kælt

Blandið saman sýrðum rjóma og þeyttum og bætið hlaupblöndunni út í.
Kryddið með salti og pipar.
Setjið í form og kælið.

Rækju-paté

Hrærið saman
1 ds sýrður rjómi
1 peli þeyttur rjómi

búið til ljóst hlaup 2 1/2 dl - kælið

slatti af rækjum sett í Mulinex
paprika rauð og græn smátt skorin (má fara í blandarann ef vill)

Blandið saman hlaupi og rjómablöndu, setjið rækjur og pariku þar útí og kryddið með salti og pipar.

Fisk mousse

400 gr soðinn fiskur (ýsa, silungur. lax)
1 ds sýrður rjómi
1/2-1 ds kotasæla (setjið í blandara til að jafna kornin)
4-5 dl rjómi - þeyttur
1/4 tsk pipar
1 pk fiskhlaup (Toro)
4 dl sjóðandi vatn eða fisksoð

Fiskurinn er soðinn í léttsöltu vatni. Hlaupið er leyst upp í sjóðandi fisksoðinu og kælt síðan,vel. Hrærið í öðru hvoru á meðan. Kælið fiskinn og stappið hann vel með gaffli eða í vél. Blandið kotasælunni og sýrða rjómanum útí fiskinn og hrærið vel og að síðustu þeytta rjómanum og piparnum.  Hellið að síust vel kældu hlaupinu hægt út í blönduna og hrærið rólega svo að allt jafnist vel saman.  Hellið í hringform (Tupperware) sem hefur verið kælt örlítið og látið stífna í kæliskáp í nokkra tíma eða yfir nótt. Ath. að ekki á að loka forminu alveg.  Hvolfið réttinum á fat, skreytið og berið fram með ristuðu brauði.