07 September 2013

Lifrarpaté

400 gr lambalifur
100 gr beikon
1/2 laukur
400 gr lambahakk
1 egg
2 1/2 dl rjómi (eða rjómablanda)
2 tsk kjötkraftur
1-2 hvítlauksgeirar  (smátt saxaðir)
1/2 tsk svartur pipar
1 tsk salt
1 dl haframjöl
2 msk heilhveiti

Lambalifur, beikon og laukur er maukað vel í matvinnsluvél. Maukið er sett í skál með lambahakki, eggjum og rjóma. Kryddi, haframjöli og heilhveiti er bætt í og blandað vel saman.
Setjið í vel smurt 1 1/2 l aflangt mót og bakið við 175° í uþb. 1 klst.

No comments:

Post a Comment