8-10 franskbrauðssneiðar
1 pk skinka
1 ds grænn aspas
1 peli rjómi, þeyttur
3 egg
rifinn ostur
Franskbrauð (án skorpu) smurt með smjöri og sett í botninn á eldföstu formi.
Skinkustrimlar og grænn aspas settur ofan á.
Þeytið rjómann og bætið eggjunum út í, einu í einu. Hellið yfir brauðið í forminu. Rifinn ostur er settur yfir og bakað í ofni við 200° í ca 20 mín. Ágætt er að pikka réttinn með prjón/gaffli svo hann þorni fyrr.
No comments:
Post a Comment