01 September 2013

Fisk mousse

400 gr soðinn fiskur (ýsa, silungur. lax)
1 ds sýrður rjómi
1/2-1 ds kotasæla (setjið í blandara til að jafna kornin)
4-5 dl rjómi - þeyttur
1/4 tsk pipar
1 pk fiskhlaup (Toro)
4 dl sjóðandi vatn eða fisksoð

Fiskurinn er soðinn í léttsöltu vatni. Hlaupið er leyst upp í sjóðandi fisksoðinu og kælt síðan,vel. Hrærið í öðru hvoru á meðan. Kælið fiskinn og stappið hann vel með gaffli eða í vél. Blandið kotasælunni og sýrða rjómanum útí fiskinn og hrærið vel og að síðustu þeytta rjómanum og piparnum.  Hellið að síust vel kældu hlaupinu hægt út í blönduna og hrærið rólega svo að allt jafnist vel saman.  Hellið í hringform (Tupperware) sem hefur verið kælt örlítið og látið stífna í kæliskáp í nokkra tíma eða yfir nótt. Ath. að ekki á að loka forminu alveg.  Hvolfið réttinum á fat, skreytið og berið fram með ristuðu brauði.

No comments:

Post a Comment