01 September 2013
Konfektterta Ingu ömmu
4 eggjahvítur
140 gr sykur (flórsykur ca 3 dl)
200 gr kókosmjöl (eða minna 140 gr)
1 tsk lyftiduft
Eggjahvítur og sykur þeytt saman, kókosmjöli og lyftidufti blandað varlega útí
Bakað við 170°C í 30-35 mínútur ef gerður er einn botn en í 25 mín ef þeir eru tveir.
Krem
4 eggjarauður
60 gr flórsykur
100 gr smjör
100 gr súkkulaði
Eggjarauður og sykur þeytt vel saman.
Smjör og súkkulaði brætt saman yfir gufu, hellt yfir eggjahræruna og þeytt vel í um leið.
Setjið kremið hálfkalt yfir tertuna.
Labels:
bakstur,
eftirréttir,
kókos,
kökur
Subscribe to:
Post Comments (Atom)
No comments:
Post a Comment