07 September 2013
Hrákaka
Botn
300 gr möndlur, malaðar í matvinnsluvél
200 gr mjúkar döðlur. Ef döðlurnar eru ekki mjúkar má setja þær í volgt vatn í 10-15 mín, og hella svo vatninu af
1 1/2 dl kakó
Blandið möndlumjöli, söxuðum döðlum og kakói í matvinnsluvél.
Setjið deigið í pappírsklætt form, þjappið og setjið í frysti.
Krem
2 dl kasjúhnetur, sem lagðar hafa verið í bleyti (í köldu vatni í amk 6 klst)
1 dl kókosolía
1 dl agavesíróp, (eða hunang)
örlítið kakó (til að fá lit á kremið)
piparmyntudropar
2-3 bananar
100 gr 70 % súkkulaði, brætt yfir vatnsbaði
Malið hneturnar, bætið kókosolíunni og sírópinu við - og blandið þar til það er orðið mjúkt
Droparnir settir útí.
Takið botninn úr frysti og smyrjið kreminu á. Raðið sneiddum banönum yfir og hellið svo bræddu súkkulaðinu yfir. Berið fram - eða frystið til síðari nota.
Subscribe to:
Post Comments (Atom)
No comments:
Post a Comment