03 October 2011

Gulrótarsúpa með kókosívafi

Fyrir 6:
Hráefni
2 msk. kókosolía
1 stór laukur saxaður niður
3 pressuð eða rifin hvítlauksrif
8 meðalstórar gulrætur flysjaðar (ef þarf) og niðursneiddar
1 stór sæt kartafla niðursneidd
6 bollar grænmetissoð
2-3 tsk. karrý
½ til 1 dós kókosmjólk
1 tsk. himalaya salt eða sjávarsalt
Pipar eftir smekk
Smá ferskur kóriander til skrauts.

Aðferð
Hitið kókosolíuna í stórum súpupotti og skellið lauk og hvítlauk í pottinn og látið malla smá stund.
Setjið gulræturnar og sætu kartöfluna samanvið og steikið í nokkrar mínútur í viðbót.
Hellið grænmetissoðinu útá og sjóðið vel við lágan hita eða allt að 40 mín (þar til grænmetið er soðið)
Setjið karrý samanvið, blandið vel og takið af hitanum.
Maukið súpuna með töfrasprota eða í matvinnsluvél.
Bætið svo kókosmjólkinni samanvið og hitið aftur.
Það gæti þurft að bæta aðeins meira grænmetissoði í hana.
Salt, pipar og kóriander að smekk

No comments:

Post a Comment