02 October 2011

Ostaskonsur

ca 25 stk
4 dl hveiti
1 tsk lyftiduft
1 tsk sykur
1/2 tsk salt
25 gr smjör
ca 2 dl mjólk (eða appelsínusafi)
50 gr rifinn ostur
1 soðin kartafla rifin (má sleppa)

Blandið þurrefnum saman og myljið smjörið í. Bætið við osti og rifinni kartöflu og síðan mjólkinni. Hnoðið saman (ekki lengi). Fletið deigið út á hveitistráðu borði í ca 2,5 cm þykkt. Stingið út skonsur með glasi. Bakist við 190°C í 10-12 mínútur.

No comments:

Post a Comment