02 October 2011

Laukbaka

bökudeig:
300 gr hveiti
150 gr smjör
1 egg
2 msk kalt vatn
1, 5 tsk salt

Hveiti og smjör er hrært saman. Svo er eggi, vatni og salti bætt saman við. Hrærið/hnoðið  þar til deigið verður að kúlu. Ágætt er að kæla deigið inni í ísskáp. Fletjið það út og setjið í bökuform.

Fylling:
200 gr beikon
7 egg
700 gr laukur
2 msk krydd majoram

Svitið laukinn á pönnu, og bætið þá beikoni og kryddi við. Látið kólna aðeins. Eggin eru slegin saman og síðan er laukblandan sett út í eggin.  Hellið yfir bökudeigið í forminu og bakið við 200-220°C í 20-25 mínútur.

No comments:

Post a Comment