03 October 2011

Kjúklingur og núðlur með hnetusósu

Fyrir 4-6

Þessi réttur er þægilegur og fljótlegur. Hann má bera fram kaldan, volgan eða heitan, allt eftir smekk hvers og eins.

1-2 grillaðir eða steiktir kjúklingar
1 pk. kínverskar eggjanúðlur
5 msk. sojasósa
1 msk. edik
2 msk. olía
1 ½ msk. púðursykur
4 hvítlauksrif, pressuð
1 tsk. sesamolía
2 msk hnetusmjör
salt og ceyennepipar
1 tsk. paprikuduft
sesamfræ

Fjarlægið skinn og bein af kjúklingnum og skerið hann í litla bita. Sjóðið núðlurnar samkvæmt leiðbeiningum. Blandið saman sojasósunni, edikinu, púðursykrinum, hvítlauknum, sesamolíunni og hnetusmjörinu í pott og hitið þar til sykurinn hefur bráðnað. Bætið kryddinu út í (gott að hafa mikið piparbragð) og hellið sósunni yfir núðlurnar. Hrærið vel í núðlunum og bætið kjúklingabitunum út í. Ristið sesamfræin á þurri pönnu og stráið þeim yfir réttinn.

No comments:

Post a Comment