03 October 2011

Kjúklingur og núðlur með hnetusósu

Fyrir 4-6

Þessi réttur er þægilegur og fljótlegur. Hann má bera fram kaldan, volgan eða heitan, allt eftir smekk hvers og eins.

1-2 grillaðir eða steiktir kjúklingar
1 pk. kínverskar eggjanúðlur
5 msk. sojasósa
1 msk. edik
2 msk. olía
1 ½ msk. púðursykur
4 hvítlauksrif, pressuð
1 tsk. sesamolía
2 msk hnetusmjör
salt og ceyennepipar
1 tsk. paprikuduft
sesamfræ

Fjarlægið skinn og bein af kjúklingnum og skerið hann í litla bita. Sjóðið núðlurnar samkvæmt leiðbeiningum. Blandið saman sojasósunni, edikinu, púðursykrinum, hvítlauknum, sesamolíunni og hnetusmjörinu í pott og hitið þar til sykurinn hefur bráðnað. Bætið kryddinu út í (gott að hafa mikið piparbragð) og hellið sósunni yfir núðlurnar. Hrærið vel í núðlunum og bætið kjúklingabitunum út í. Ristið sesamfræin á þurri pönnu og stráið þeim yfir réttinn.

Avókadósósa

2 avókadó, kjarnhreinsuð, afhýdd og skorin í bita
1 msk sítrónusafi
1 ½ dl sýrður rjólmi
½ tsk salt
1 stórt hvítlauksrif
Svartur pipar
Maukið allt hráefnið í sósuna með töfrasprota eða í matvinnsluvél (hægt að stappa með gaffli og pressa hvítlaukinn)  Skerið grillaðar kjúklingabringurnar í bita og setjið út í salatið.  Berið fram með avókadósósunni

Kúskús-salat

3 dl kúskús
Brot af kjúklingakraftsteningi
3 dl sjóðandi vatn
1 krukka grillaðar paprikur, t.d. frá Sacla, gróft saxaðar
1 krukka sætir tómatar, t.d. frá Sacla, gróft saxaðir
Handfyllir af ristuðum furuhnetum eða cashew-hnetum
1 dl ferskur parmesanostur, rifinn gróft
70 gr klettasalat
Safi úr 1 sítrónu
Svartur pipar
Olía af grilluðu paprikunum og sætu tómötunum eftir smekk

Setjið kúskús í stóra skál.  Myljið brot af teningi yfir.  Hellið sjóðandi vatni yfir og setjið álpappír eða lok yfir.  Látið standa í 5 mín.  Hrærir í af og til með gaffli.  Setjið annað hráefni sem á að fara í salatið saman við og hrærið því saman við.  Bragðbætið með pipar og olíunni af paprikunni og tómötunum.

Hunangslegnar kjúklingabringur

(fyrir 4-6)

4 kjúklingabringur

Kryddlögur:
Fínrifinn börkur og safi úr 1 sítrónu
1 msk. ólífuolía
2 msk. hunang
2 tsk Dijon-sinnep
1 hvítlauksrif, fínsaxað
Salt og svartur pipar

Þeytið saman hráefnið sem fara á í kryddlöginn.  Leggið kjúklingabringurnar í löginn og látið liggja í honum í klst.  Grillið.
Borið fram með kúskús-salati og avókadósósu

Hrökkbrauð frá MI

1 dl. hörfræ
1 dl. sólblómafræ
1 dl. sesamfræ
1dl. graskersfræ
1 dl. haframjöl
3 ½ dl. spelt
2 dl. vatn
1 dl. (tæpur) olía
u.þ.b. ½ dl. kúmen

Allt sett í skál og hrært upp í deig.
Flatt út á milli tveggja laga af bökunarpappír. Úr uppskrift fást u.þ.b. tvær plötur.
Bakið við 200° í u.þ.b. 10 mínútur.

Gulrótarsúpa með kókosívafi

Fyrir 6:
Hráefni
2 msk. kókosolía
1 stór laukur saxaður niður
3 pressuð eða rifin hvítlauksrif
8 meðalstórar gulrætur flysjaðar (ef þarf) og niðursneiddar
1 stór sæt kartafla niðursneidd
6 bollar grænmetissoð
2-3 tsk. karrý
½ til 1 dós kókosmjólk
1 tsk. himalaya salt eða sjávarsalt
Pipar eftir smekk
Smá ferskur kóriander til skrauts.

Aðferð
Hitið kókosolíuna í stórum súpupotti og skellið lauk og hvítlauk í pottinn og látið malla smá stund.
Setjið gulræturnar og sætu kartöfluna samanvið og steikið í nokkrar mínútur í viðbót.
Hellið grænmetissoðinu útá og sjóðið vel við lágan hita eða allt að 40 mín (þar til grænmetið er soðið)
Setjið karrý samanvið, blandið vel og takið af hitanum.
Maukið súpuna með töfrasprota eða í matvinnsluvél.
Bætið svo kókosmjólkinni samanvið og hitið aftur.
Það gæti þurft að bæta aðeins meira grænmetissoði í hana.
Salt, pipar og kóriander að smekk

Döðlubitar

500 gr döðlur - saxaðar
200-250 gr smjör
100 gr púðursykur
Allt hitað vel saman í potti, næstum því maukað.

5-6  bollar rice crispies hrært saman við.

Sett í mót, þjappað með gaffli.

3 plötur suðusúkkulaði
2-3 msk olía
brætt saman í potti og súkkulaðinu hellt yfir.

Geymist best í frysti, skorið í teninga....

02 October 2011

Ostaterta

1/2 - 1 pakki hafrakex
100-150gr smjör

Smjörið er brætt og muldu kexinu er blandað saman við. Sett í form.

200 gr rjómaostur mjúkur
1 peli rjómi
125 gr flórsykur

Rjóminn er þeyttur og flórsykri og rjómaosti er blandað saman við. Sett ofan á kexblönduna.

Geymið í ísskáp í minnst eina klukkustund. Kirsuber (úr glerkrukku) sett ofan á - rétt áður en tertan er borin fram.

Laukbaka

bökudeig:
300 gr hveiti
150 gr smjör
1 egg
2 msk kalt vatn
1, 5 tsk salt

Hveiti og smjör er hrært saman. Svo er eggi, vatni og salti bætt saman við. Hrærið/hnoðið  þar til deigið verður að kúlu. Ágætt er að kæla deigið inni í ísskáp. Fletjið það út og setjið í bökuform.

Fylling:
200 gr beikon
7 egg
700 gr laukur
2 msk krydd majoram

Svitið laukinn á pönnu, og bætið þá beikoni og kryddi við. Látið kólna aðeins. Eggin eru slegin saman og síðan er laukblandan sett út í eggin.  Hellið yfir bökudeigið í forminu og bakið við 200-220°C í 20-25 mínútur.

Súkkulaðikaka Þórheiðar

500 gr marsipan
4 egg
50 gr lint smjör
3-4 msk kakó

Öllu hrært saman. Sett í kringlótt form og bakað við 175°C í ca 20 mínútur

Krem:
200-300 gr suðusúkkulað - brætt
1/2 dós sýrður rjómi

Borið fram með jarðarberjum og rjóma - eða vanilluís og sýrðum rjóma.

Rúllutertubrauð

 3 rúllutertubrauð

2 dósir paprikusmurostur
2 kúfaðar msk majónes
1 dós sýrður rjómi
1 bréf skinka skorin í litla bita
1 dós aspas (með dálitlum safa)

Allt hrært saman. Smyrjið rúllutertubrauð og rúllið upp.
Áður en brauðið er bakað er ostur í sneiðum settur ofaná og kryddað með paprikudufti.
Bakast við 200°C í ca 40 mínútur

Púðursykurmarens mömmu og ömmu

4 eggjahvítur
1/2 dl kartöflumjöl
4 dl púðursykur

Eggjahvítur og sykur eru þeytt vel saman, kartöflumjöli hrært saman við og deigið er sett í tvö smurð form.
Bakað við 150°C í 60 mínútur (eða þar til kakan fer að losna frá forminu)

Ostaskonsur

ca 25 stk
4 dl hveiti
1 tsk lyftiduft
1 tsk sykur
1/2 tsk salt
25 gr smjör
ca 2 dl mjólk (eða appelsínusafi)
50 gr rifinn ostur
1 soðin kartafla rifin (má sleppa)

Blandið þurrefnum saman og myljið smjörið í. Bætið við osti og rifinni kartöflu og síðan mjólkinni. Hnoðið saman (ekki lengi). Fletið deigið út á hveitistráðu borði í ca 2,5 cm þykkt. Stingið út skonsur með glasi. Bakist við 190°C í 10-12 mínútur.

Skonsur

ca. 12 stykki

200 gr hveiti
1,5 tsk lyftiduft
3 msk olia
1 dl smátt skornar olíuvur (má sleppa)
1/2 tsk salt
1 dl súrmjólk (létt)
3 msk samanslegið egg (notið afgang til að pensla skonsurnar með)

Hrærið allt saman. Fletjið deigið út ca 1,5 cm þykkt á hveitistráðu borði og stingið út skonsur með glasi.
Bakist við 220°C í ca 8 mínútur.



Kjúklingasalat

1 dl sykur
1 dl balsamik edik
Sjóðið saman og kælið

2 msk majónes
1 dós sýrður rjómi
1 poki klettasalat (eða annað salat)
1 rauðlaukur
1 krukka fetaostur án olíu
4 kjúklingabringur (steiktar, í bitum)
1 bréf beikon

Allt hrært saman. Borið fram með brauði.

Landslagið á tunglinu

125 gr smjör
125 gr hveiti
125 gr sykur
4-5 græn epli
Súkkulaðirúsínur eða súkkulaðibitar
kanill

Eplum í bitum er raðað í eldfast mót. Setjið yfir kanil og súkkulaðirúsínur.
Blandið saman smjöri, sykri og hveiti í deig og myljið yfir eplin.
Bakað við 180°C í 30-40 mínútur